Velkomin á Kvisti

Íslenskt hrossaræktarbú

Hross til sölu

Unghross - Reiðhestar - Keppnishestar

Ómur frá Kvistum

,,Landsmótssigurvegari og með 1. verðlaun fyrir afkvæmi"

/

Hrossaræktarbúið Kvistir

Kvistir er hrossaræktarbú á Suðurlandi, um 6 km frá Hellu. Hér hafa verið ræktuð hross frá því seint á síðustu öld og hafa nokkrir gæðingar sprottið fram á sjónarsviðið og staðið í fremstu röð í keppni, á kynbótabrautinni og í ræktunarstarfi. Hér fæðast um 10-12 folöld á ári nánast allt undan 1. verðlauna hryssum og ár hvert eru notaðir stóðhestar sem við trúum að muni gefa okkur eftirtektarverð hross.

Hestar til sölu

Ert þú að leita þér að draumahestinum? Hér á Kvistum eru til sölu spennandi og vel ættuð hross - allt frá veturgömlum tryppum, flottum reið- og ferðahestum sem og efnilegum keppnishestum. Hér er tekið vel á móti öllum sem vilja koma og fá að skoða eða prófa í leit sinni að rétta hestinum - ekki hika við að hafa samband og við tökum vel á móti þér!

Speki

,,Það er ekki spurning um að ná sem mestu útúr hestinum, heldur að hesturinn nái að laða það besta út úr okkur."

Benedikt Líndal

Hestarnir

Hross
Ræktunarmerar
1. verðlaun
Heyrúllur 2016
Útreiðartúrar 2016

Fréttir

Image

Kvistir með lið í nýrri Suðurlandsdeild

Við hér á Kvistum teflum fram liði í nýrri deild hér á Suðurlandi í samstarfi við hestavöruverslunina Lífland.

Image

Námskeið með Eyjólfi Ísólfssyni

Þetta er þriðja árið í röð sem Sigvaldi fær tamningameistarann Eyjólf Ísólfsson til að koma til landsins og halda reiðnámskeið. Hópurinn er nánast sá sami ár eftir ár...

Image

Gleðilegt nýtt ár 2017!

Við viljum óska öllum gleðilegs nýs árs og senda þakkir til þeirra sem hafa á einn eða annan hátt átt viðskipti við okkur, sérstaka hlýju fá nágrannar okkar sem hafa tekið vel á móti okkur

Image

Ný vefsíða lítur dagsins ljós

LOKSINS - eftir mikla tilhlökkun og þolinmæði - bjóðum við ykkur velkomin á nýja heimasíðu Kvista sem nú hefur tekið stakkaskiptum og fengið á sig nýja mynd...

#Kvistir á Instagram