Kvistir

Íslenskt hrossaræktarbú

Ómur frá Kvistum

,,HEIÐURSVERÐLAUN FYRIR AFKVÆMI"

/

Hrossaræktarbúið Kvistir

Kvistir er hrossaræktarbú á Suðurlandi, um 6 km frá Hellu. Hér hafa verið ræktuð hross frá því seint á síðustu öld og hafa nokkrir gæðingar sprottið fram á sjónarsviðið og staðið í fremstu röð í keppni, á kynbótabrautinni og í ræktunarstarfi. Hér fæðast um 10-12 folöld á ári nánast allt undan 1. verðlauna hryssum og ár hvert eru notaðir stóðhestar sem við trúum að muni gefa okkur eftirtektarverð hross.

Hestar til sölu

Ert þú að leita þér að draumahestinum? Hér á Kvistum eru til sölu spennandi og vel ættuð hross - allt frá veturgömlum tryppum, flottum reið- og ferðahestum sem og efnilegum keppnishestum. Hér er tekið vel á móti öllum sem vilja koma og fá að skoða eða prófa í leit sinni að rétta hestinum - ekki hika við að hafa samband og við tökum vel á móti þér!

Speki

,,Það er ekki spurning um að ná sem mestu útúr hestinum, heldur að hesturinn nái að laða það besta út úr okkur."

Benedikt Líndal

TIL SÖLU - FOR SALE

#Kvistir á Instagram

Afkvæmi Óms
Sýnd afkvæmi
1. verðlaun
Fyrstuverðlaun fyrir afkvæmi
Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi