Orka frá Hvammi

Orka frá Hvammi hefur gefið ófáa gæðingana - eins og þá Óm og Oliver en einnig eru tvær dætur hennar komnar nú í ræktun hér á Kvistum. Afkvæmi hennar í uppvexti eru virkilega spennandi og munu þau eflaust láta til sín taka með tíð og tíma. 

Árið 2014 hlaut hún heiðursverðlaun með afkvæmum. Hér má lesa dómsorðin:

,,Orka frá Hvammi gefur meðal hross að stærð með skarpt og svipgott höfuð. Bógar eru skásettir og hálsinn hátt settur við háar herðar. Bakið sterkt og lendin löng og öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt og fótahá. Fætur eru traustir en framfætur oft útskeifir. Hófar eru allgóðir en prúðleiki misjafn. Orka gefur taktgott og skrefmikið tölt með hárri fótlyftu. Brokkið er einnig taktgott. Öll búa afkvæmin yfir skeiði og í hópnum eru þrír úrvals vekringar. Viljinn er þjáll og ásækinn. Afkvæmin eru hágeng og höfuðburður góður. Orka frá Hvammi gefur viljuga, glæsilega alhliða gæðinga sem fara vel. Orka hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og áttunda sætið."

IS númer: IS1997287042

Sköpulag

Höfuð 8
Háls/herðar/bógar 8.5
Bak og lend 8
Samræmi 8.5
Fótagerð 8
Réttleiki 7
Hófar 7.5
Prúðleiki 8
Sköpulag 8.07

Kostir

Tölt 8.5
Brokk 7.5
Skeið 7.5
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 8.5
Fegurð í reið 8.5
Fet 7.5
Hæfileikar 8.2
Hægt tölt 8.5
Hægt stökk 8
Aðaleinkunn : 8.15
IS númer Nafn Kostir Sköpulag Aðaleinkunn Kynbótamat Keppni
IS2003181962 Ómur frá Kvistum Víglundur frá Vestra-Fíflholti 8.85 8.24 8.61 122 X
IS2004181963 Oliver frá Kvistum Aron frá Strandarhöfði 8.93 8.28 8.67 127 X
IS2006281961 Nótt frá Kvistum Aron frá Strandarhöfði 7.72 8.24 7.93 114
IS2007281963 Dögun frá Kvistum Þytur frá Neðra-Seli 7.98 7.98 7.98 115
IS2008281961 Nútíð frá Kvistum Þóroddur frá Þóroddsstöðum 8.11 8.14 8.13 117
IS2010181961 Lottó frá Kvistum Ketill frá Kvistum 113 X
IS2012181961 Óðinn frá Kvistum Glymur frá Flekkudal 118
IS2013181960 Óríon frá Kvistum Krákur frá Blesastöðum 1A 115
IS2014281963 Dís frá Kvistum Hrannar frá Flugumýri II 120
IS2016181963 Ofsi frá Kvistum Stáli frá Kjarri 117
IS2017181961 Óttar frá Kvistum Skýr frá Skálakoti
}