Skíma frá Kvistum

Skíma frá Kvistum er ein af okkar uppáhalds. Hún hefur náð ótrúlegum árangri. Hún náði sér í farmiða á Landsmót 4 vetra. Mætti svo aftur á kynbótabrautina 2014 og fékk sinn hæsta dóm á Landsmótinu á Hellu - 8.79 fyrir hæfileika og 8.40 í aðaleinkunn.  

Árin 2015 og 2016 hefur hún verið að gera það gott með knapa sínum Árna Birni Pálssyni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Þar hefur hún sýnt fram á fjölhæfni sína með því að keppa í fjórgangi, tölti, slaktaumatölti og gæðingafimi - verið þar í úrslitum og staðið uppi sem sigurvegari. Þau sigruðu töltið 2015 og 2016 og árið 2016 sigraðu þau einnig slaktaumatölt og gæðingafimi.  Það má líka minnast á það að Skíma er sýnd í kynbótadómi með 8 fyrir skeið - þannig að þar bætist enn við hana fjölhæfnin.

En það er gaman að segja frá því að Skíma á einnig 4 afkvæmi. Fyrsta fætt 2013 sem hún gekk sjálf með en síðan hafa verið teknir 3 fósturvísar. Afkvæmin eru virkilega spennandi og hæfileikarnir leyna sér ekki. Fyrsta afkvæmið er nú á tamningaraldri undan Ómi frá Kvistum. Nú er Skíma komin í ræktun.

 

 

IS númer: IS2008281963

Sköpulag

Höfuð 7
Háls/herðar/bógar 8
Bak og lend 8
Samræmi 8
Fótagerð 7.5
Réttleiki 7.5
Hófar 8
Prúðleiki 8
Sköpulag 7.81

Kostir

Tölt 9.5
Brokk 8.5
Skeið 8
Stökk 8.5
Vilji og geðslag 9
Fegurð í reið 9
Fet 8
Hæfileikar 8.79
Hægt tölt 9.5
Hægt stökk 8.5
Aðaleinkunn : 8.40
IS númer Nafn Kostir Sköpulag Aðaleinkunn Kynbótamat Keppni
S2013281968 Sædís frá Kvistum Ómur frá Kvistum 119
IS2014181961 Safír frá Kvistum Ómur frá Kvistum 119
IS2015281965 Stjarna frá Kvistum Ölnir frá Akranesi 122
IS2017201717 NN frá Hrafnshóli Ljúfur frá Torfunesi
2018 Ómur frá Kvistum
}